Thursday, December 17, 2020

Live stream: Opening of the Icelandic Placenames Archive

 link

On Friday we’ll be officially opening our new database which makes the incredibly rich #Icelandic #placename #archive held by the Árni Magnússon Institute for Icelandic Studies openly accessible and searchable. Follow the live-stream event!

The event will be in Icelandic and the database is too but an other lang versions will come soon.


Föstudaginn 18. desember, kl. 15, verður nýr vefur Árnastofnunar, nafnið.is, formlega opnaður. Af því tilefni verður haldinn smáviðburður sem streymt verður á netinu. Sagt verður frá vinnunni við vefinn og flutt stutt erindi um örnefni. Í lok fundar mun Lilja D. Alfreðsdóttir menntamálaráðherra opna vefinn formlega.

Á vefnum má finna gögn um íslensk nöfn af ýmsu tagi. Vefurinn veitir aðgang að örnefnasafni Árnastofnunar sem nú er orðið leitarbært í heild sinni. Verkefnið er unnið í samstarfi við Landmælingar Íslands.

Dagskrá:
Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, ávarpar gesti.
Emily Lethbridge kynnir verkefnið.
Svavar Sigmundsson: „Staðhættir segja til nafns“.
Birna Lárusdóttir: „Heimur opnast“.
Trausti Dagsson og Pétur Húni Björnsson sýna notendaviðmót.
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, opnar vefsíðuna.

Krækja á streymi fundarins er hér.

No comments:

Post a Comment